Íslendingapartý og heimsókn til Dorte
Hæ,
Átti alveg prýðilega helgi ef við tökum frá þynnkuna í dag.
Á föstudag bauð Dorte mér í mat og í smá vinnu. Ég hjálpaði henni að setja upp spegla og skápa og fékk í staðinn alveg ægilega fínan mat. Svo sátum við saman og drukkum eina rauðvín frá Rúmeníu unnið úr Merlot þrúgum. Einstaklega ljúft. Alltaf gaman að hitta Dorte því hún er alveg einstakur vinur.
Ég gekk svo heim í gegnum skóginn í kringum miðnættið og ég hreinlega verð nú að viðurkenna það að mér var nú bara ekki sama að rölta þarna í myrkrinu, en hafði það nú heim á endanum.
Á laugardag var ég svo bara heima fram að kvöldmatnum og fór þá í heimsókn og þar bjuggum við okkur til pizzu og fékk ég sérlega aðstoð við pizzugerðina. Ég held að sjaldan hafi fundist jafn mikið af pepperóni á einni pizzu. Einstaklega gott.
Síðan var haldið í íslendingapartý. 3 skvísur sem búa hér í Odense héldu upp á afmælin sín saman í einu kolleginu hérna, Carl Nielsen kollegiet. Ég hitti þar fullt af íslendingum sem ég hafði bara aldrei séð áður og þetta var einstaklega vel heppnað. Umræðuefni kvöldsins voru mörg hver mjög áhugaverð og ætla ég að tippla á nokkrum: blöðruhálskyrtlarannsóknir, kjallaraskoðun, nýting á fæðu, sláturhús og erótískar tengingar við þau, barbie, helförin, tónlist, stjórnun fyrirtækja, bollugerð (áfengisbollur), nefnisstol (talmeinafræði), eggjamjöl (duftuð egg nýyrði kvöldsins) og fleira og fleira.
Ég kom heim um 6 leytið í morgun og satt að segja taldi mig vera bara í góðum gír. Ég vaknaði svo um hádegið og þá bara ansi þunnur. Nú verður tekin áfengispása í töluverðan tíma.
Dagurinn í dag hefur farið svo í að læra og já hlúa að þynnkunni. Framundan er nokkuð mikið að gera.
Já svona að lokum. Góð vinkona mín var að velta fyrir sér tímanum þ.e.a.s. ár, dagar, klukkustundir og svo framvegis og mér reiknast það til að ég hafi lifað í rétt rúmlega milljarð sekúndur...raunar reiknaði ég frá fæðingu, en vissulega þarf þá að bæta við ca. 9 mánuðum við til að hafa þetta alveg upp á hár. Það er nú ansi magnað að hugsa þetta út frá sekúndum.
Jæja góðar stundir og takk fyrir commentin...mér þykir vænt um þau.
kv.
Arnar Thor
Átti alveg prýðilega helgi ef við tökum frá þynnkuna í dag.
Á föstudag bauð Dorte mér í mat og í smá vinnu. Ég hjálpaði henni að setja upp spegla og skápa og fékk í staðinn alveg ægilega fínan mat. Svo sátum við saman og drukkum eina rauðvín frá Rúmeníu unnið úr Merlot þrúgum. Einstaklega ljúft. Alltaf gaman að hitta Dorte því hún er alveg einstakur vinur.
Ég gekk svo heim í gegnum skóginn í kringum miðnættið og ég hreinlega verð nú að viðurkenna það að mér var nú bara ekki sama að rölta þarna í myrkrinu, en hafði það nú heim á endanum.
Á laugardag var ég svo bara heima fram að kvöldmatnum og fór þá í heimsókn og þar bjuggum við okkur til pizzu og fékk ég sérlega aðstoð við pizzugerðina. Ég held að sjaldan hafi fundist jafn mikið af pepperóni á einni pizzu. Einstaklega gott.
Síðan var haldið í íslendingapartý. 3 skvísur sem búa hér í Odense héldu upp á afmælin sín saman í einu kolleginu hérna, Carl Nielsen kollegiet. Ég hitti þar fullt af íslendingum sem ég hafði bara aldrei séð áður og þetta var einstaklega vel heppnað. Umræðuefni kvöldsins voru mörg hver mjög áhugaverð og ætla ég að tippla á nokkrum: blöðruhálskyrtlarannsóknir, kjallaraskoðun, nýting á fæðu, sláturhús og erótískar tengingar við þau, barbie, helförin, tónlist, stjórnun fyrirtækja, bollugerð (áfengisbollur), nefnisstol (talmeinafræði), eggjamjöl (duftuð egg nýyrði kvöldsins) og fleira og fleira.
Ég kom heim um 6 leytið í morgun og satt að segja taldi mig vera bara í góðum gír. Ég vaknaði svo um hádegið og þá bara ansi þunnur. Nú verður tekin áfengispása í töluverðan tíma.
Dagurinn í dag hefur farið svo í að læra og já hlúa að þynnkunni. Framundan er nokkuð mikið að gera.
Já svona að lokum. Góð vinkona mín var að velta fyrir sér tímanum þ.e.a.s. ár, dagar, klukkustundir og svo framvegis og mér reiknast það til að ég hafi lifað í rétt rúmlega milljarð sekúndur...raunar reiknaði ég frá fæðingu, en vissulega þarf þá að bæta við ca. 9 mánuðum við til að hafa þetta alveg upp á hár. Það er nú ansi magnað að hugsa þetta út frá sekúndum.
Jæja góðar stundir og takk fyrir commentin...mér þykir vænt um þau.
kv.
Arnar Thor
Ummæli